Hverdagslegur hryllingur

Hið hryllilega er margslungið fyrirbæri og það getur verið svolítið erfitt að henda reiður á því hvað er hryllilegt og hvað ekki. Bæði er það persónubundið en eins getur það verið ólíkt milli menningarheima, samfélaga eða jafnvel kynja. Sem sagt, það sem fær hárin til að rísa hjá mér getur verið eitthvað allt annað en fær hárin til að rísa hjá þér. Fyrir þann sem skrifar hrollvekjur þá er það endalaus eltingarleikur að finna atriði sem höfða til sem flestra eða hafa sem víðtækasta skírskotun.

Fyrir vikið er algengt að þess háttar höfundar taki fyrir þekkt þemu. Vampírur, varúlfar, uppvakningar og aðrar þjóðsagnakenndar verur birtast reglulega á síðum hryllingssagna. Poe og fleiri höfundar tóku hið yfirnáttúrulega til umfjöllunar, nokkuð sem Lovecraft útfærði enn frekar í wierd fiction sögum sínum. Stephen King, Shirley Jackson, Peter Wier og fleiri höfundar hafa síðan útfært hið yfirnáttúrulega enn frekar, sem og hið hversdagslega. Við þekkjum hið yfirnáttúrulega og þjóðsagnakennda úr mýmörgum verkum, t.d. úr bókunum Dracula, Darker than you think, I am legend og kvikmyndum á borð við Sleepy Hollow, Event Horison og An American werewolf in London. Auk þessara hryllingssagna ber að nefna þær sem kalla mætti sálartrylla (e. pshyco-thrillers), sögur á borð við Dr. Jekyll & Mr. Hyde, Pshyco o.s.frv.

Þó svo að yfirnáttúruleg fyrirbæri hafi hvað víðtækasta skírskotunina, þá held ég að hverdagslegur hryllingur sé nokkuð sem tali mun sterkar til lesandans. Og í nútímahrollvekjunni, þá tel ég að hið hversdagslega sé að verða sterkara. Höfundar eru farnir að vinna þjóðsagnakennda og yfirnáttúrulega hrylling með öðrum hætti, jafnvel farnir að gera hvort um sig hversdagslegt. Hitchcock fjallaði sérstaklega vel um hið hversdagslega, t.d. í kvikmyndinni Birds. Stephen King hefur einnig gert í sínum bókum, en þar rennur oft saman hið hverdagslega og hið yfirnáttúrulega, t.d. í sögunum 8 gata Buick og Cell, hið sama gildir um margar japanskar hryllingsmyndir, t.d. The Ring. Eitthvað hefur einnig borið á því, að menn hafi reynt að gera hið yfirnáttúrlega eða þjóðsagnakennda hversdagslegt, þar fáum við að lesa eða sjá sögur t.d. sagðar af vampíru (t.d. Interview with a vampire eða sjónvarpsþáttaserían True Blood) en persónulega er ég á þeirri skoðun að slík yfirfærsla þarf að vera afar vel unnin til að ganga upp. Besta slíka yfirfærsla er að mínum dómi að finna í Frankenstein, þ.e. hvernig við fáum að kynnast því mannlega í sköpunarverkinu. Það í sjálfu sér er hryllilegt, að vera sem er fær um voðaverk og vera tilkomin af því er virðist af gott sem yfirnáttúrulegum ástæðum skuli vera fær um mannlegar kenndir en vera hafnað af samfélaginu (nokkuð sem enginn lesandi vill lenda í sjálfur).

Við Íslendingar höfum ekki ríka hefð fyrir hinu hversdagslega í okkar annars fáu hrollvekjum í skáldsagnarlengd. Vissulega má finna sögur þar sem hið hversdagslega er hrollvekjandi eða það rennur saman við hið yfirnáttúrulega, t.d. Hrotur eftir Halldór Stefánsson eða Flugur eftir Þóri Bergsson. Í Börnunum í Húmdölum réð hið yfirnáttúrulega ferðinni, nokkurs konar Lovecraftískur hryllingur þar á ferð og í sögu Yrsu Sigurðardóttir, Ég man þig, er sagan meira í ætt við klassískar draugahússögur á borð við The hunting of House Hill eftir Shirley Jackson og The Shining eftir Stephen King. Sjálfur reyndi ég að nálgast þetta fyrirbæri á minn hátt í sögunni Dýrið, þar sem einföld sunnudagsmáltíð tekur óvænta stefnu.

Þó svo að hversdagslegir hlutir hafi ekki jafn víðtæka skírskotun og yfirnáttúrulegir eða þjóðsagnakenndir, þá held ég að þeir hafi engu að síður sterk áhrif, sérstaklega á þann hóp sem getur hvað best sett sig í spor aðalpersónunnar. Vissulega er hættan sú, að slík saga missi marks hjá þeim sem ekki sjá sig í aðalpersónunni, en á slíkt hið sama ekki við um allar sögur?

Advertisements

About Þorsteinn Mar

Þorsteinn Mar starfar sem vefstjóri fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Hann hefur haldið úti eigin bloggi um markaðssetningu á samfélagsmiðlum en skrifar nú hér. Þær skoðanir sem birtast í skrifum hans þurfa ekki að endurspegla skoðanir yfirmanna hans á einn eða annan hátt. View all posts by Þorsteinn Mar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: