Drakúla

Forsíða 1. útgáfu

Eins og flestir hrollvekjuunnendur vita, þá er gjarnan talað um hinar þrjár stóru sögur; Frankenstein, Dr. Jekyll & Mr. Hyde og loks Drakúla. Sú síðastnefnda hefur verið margendurútgefin og er jafnan sagt að allt frá fyrstu útgáfu hennar, árið 1897, hafi hún alltaf verið til í prenti, jafnvel margar útgáfur á sama tíma. Sagan kynnir til söguna líklega einhvern eftirminnilegasta erkifjanda bókmenntasögunnar, vampíruna Drakúla greifa, og hvernig hann reynir að komast til Englands og baráttu nokkurra einstaklinga gegn fyrirætlunum hans. Sagan hefur verið sett í marga bókmenntaflokka; vampírusögur, hrollvekja, gotneskur hryllingur og innrásarskáldskapur. Sagan er sögð í dagbókarstíl; þ.e. við lesum dagbókarfærslur, bréfaskipti, dagblaðafréttir og þess háttar; en aðeins þá hetjanna og kynnumst því greifanum í gegnum frásögn og upplifun þeirra.

Drakúla er þó langt frá því fyrsta bókin sinnar tegundar, þó vissulega hafi hún hlotið hvað mesta hylli. Sheridan La Fanu skrifaði Carmilla 1871, J.M. Rymer um Varney the vampire eitthvað fyrr og síðast en ekki síst, John Polidori skrifaði The Vampyre 1819 (hann dvaldi einmitt með Mary Shelley, Lord Byron og Percy Shelley sumarið 1816 og skrifaði þá sögu á sama tíma og M. Shelley skrifaði Frankenstein, en þau fjögur voru í keppni um hver gæti skrifað bestu hrollvekjuna). Líklega hefur The Vampyre haft mest áhrif á hvernig persóna Dracula þróaðist, þ.e. er af aðalsættum en einnig er talið að fyrrum yfirmaður Stokers hjá Lyceum leikhúsinu í London sé fyrirmynd greifans.

Stoker eyddi mörgum árum í að skrifa þessa sögu og alla þá rannsóknarvinnu sem hann lagði í verkið. Í gegnum þá vinnu heyrði hann sögu Vlad Tepes II. Vlad þessi var af aðalsættum og bjó í Wallachia. Árið 1431 var hann tekinn inn í Reglu Drekans og tók þá upp nafnið Dracul. Sonur hans, Vlad III, tók upp nafnið Dracula (sem þýðir sonur drekans) og fór það orð af Vlad III að hann þótti einstaklega grimmlyndur og lét jafnan stjaksetja óvini sína. Fékk hann því viðurnefnið Stjaksetjarinn.

Þegar bókin kom fyrst út varð hún ekki samstundis metsölubók, ekkert frekar en margar af þeim bókum sem við þekkjum í dag sem slíkar (t.d. Harry Potter). Gagnrýnendur voru þó yfir sig hrifnir og settu bókina samstundir á stall með helstu verkum Poe, Emily Brunte og Mary Shelley. Það er í raun ekki fyrr en á 20. öld, sér í lagi eftir að kvikmyndir ryðja sér til rúms, að sagan fer að njóta mikilla vinsælda. Eflaust má rekja það til þess hversu gríðarlega margar tilraunir hafa verið gerðar til að koma sögunni í kvikmyndaform. Misvel hefur það þó tekist upp og oftar hefur persónan Drakúla verið notuð, en sögunni endilega fylgt. Francis Ford Coppola gerði það þó á 10. áratug 20. aldar, lék Gary Oldman þá Drakúla greifa. Sá leikari sem hefur þó oftast leikið illmennið Drakúla er líklega Christopher Lee, en hann lék greifann í myndaflokki Hammer Horror fyrirtækisins.

Sagan er þó enn jafn sterk í dag og hún var fyrir góðri öld, þegar hún kom fyrst út. Barátta van Helsings og Jonathan Harkers við vampíruna er áhugaverð og skemmtileg lesning, svo ekki sé nú minnst á spennandi.

Advertisements

About Þorsteinn Mar

Þorsteinn Mar starfar sem vefstjóri fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Hann hefur haldið úti eigin bloggi um markaðssetningu á samfélagsmiðlum en skrifar nú hér. Þær skoðanir sem birtast í skrifum hans þurfa ekki að endurspegla skoðanir yfirmanna hans á einn eða annan hátt. View all posts by Þorsteinn Mar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: