Ný rafbók

Nýjasta rafbók okkar inniheldur tvær sögur eftir H. P. Lovecraft. Annars vegar er það sagan Kettirnir í Ulthar, en Lovecraft sjálfur hélt mjög upp á þá sögu. Hún var skrifuð í júní 1920 og fjallar um atburði sem gerast í ímynduðum heimi, í þorpi sem heitir Ulthar. Á þessum tíma var Lovecraft mjög undir áhrifum írska rithöfundarins Lord Dunsanny og telja margir bókmenntafræðingar sig sjá skýr tengsl við sögur hans í skrifum Lovecrafts frá þessum tíma. Segir sagan frá því þegar undarleg vagnalest kemur til þorpsins Ulthar og ástæðu þess að lög gegn kattadrápum voru sett þar.

Seinni sagan heitir Hinir guðirnir og gerist í sama heimi og Kettirnir frá Ulthar. Hún var skrifuð í ágúst 1921 og segir frá Barzai hinum vísa, en hann þráði mjög að berja guðina augum. Hann leggur því í ferðalag og fjallgöngu en hún á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Í þessari sögu kemur fyrst fyrir fjallið Kadath, en frá því er sagt í sögunni The Dream-Quest for Unknown Kadath. 

Í báðum þessum sögum kemur fyrir sama aukapersónan, Atal, en hann kemur einnig fyrir í síðastnefndu sögunni. Atal þessi er lítill drengur í Kettirnir í Ulthar en er að lærisveinn Barzais í seinni sögunni. Í The Dream-Quest of Unknown Kadath er hann orðinn æðstiprestur, 300 ára gamall og vís eftir því, og leiðbeinir Randolph Carter í leit sinni að guðunum.

Allar þessar sögur gerast, eins og áður segir, í ímynduðum heimi Lovecrafts, hinum svokölluðu Draumlöndum (e. Dreamlands). Hann skrifaði þó nokkrar sögur sem gerast í þessum heimi, t.d. Celephais og The Doom that came to Sarnath, en skv. sumum sögum átti að vera hægt að komast til þessa heims í draumum sínum. Eftir því sem næst verður komist koma Draumlöndin fyrir í 28 sögum eftir Lovecraft, hvort sem vísað er til þeirra eða sögusviðið er þar.

Smelltu hér til að lesa Kettirnir í Ulthar og Hinir guðirnir. 

Advertisements

About Þorsteinn Mar

Þorsteinn Mar starfar sem vefstjóri fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Hann hefur haldið úti eigin bloggi um markaðssetningu á samfélagsmiðlum en skrifar nú hér. Þær skoðanir sem birtast í skrifum hans þurfa ekki að endurspegla skoðanir yfirmanna hans á einn eða annan hátt. View all posts by Þorsteinn Mar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: