Ný rafbók

Nýverið settum við nýja rafbók á vefinn okkar. Þar eru á ferðinni tvær smásögur eftir þá Jóhann Þórsson og Kjartan Yngva Björnsson, báðar stórgóðar.

Fyrri sagan, Epli Iðunnar, er urban fantasía, þar sem goðafræði rennur saman við nútímalegar aðstæður. Sagan segir frá tveimur rannsakendum á vegum Fimbulversla, sem er sérstök stofnun og sér um að rannsaka það sem myndi flokkast sem yfirnáttúruleg fyrirbæri. Ekki er allt sem sýnist og kemur endirinn á óvart. Sagan er spennandi allt frá upphafi til enda og er sögusviðið einnig skemmtilegt. Jóhann er 33 ára gamall, faðir búsettur í Kópavogi en hefur í gegnum tíðina búið víðsvegar um heiminn. Hann skrifar smásögur bæði á ensku og íslensku og hafa nokkrar þeirra birst í blöðum hérlendis. Einnig hefur hann fengið birtar sögur á erlendum vefsíðum, t.d. á everydayfiction.com .

Seinni sagan, Hylur, er öllu óhugnanlegri. Segir þar frá manni sem þarf að kljást við fortíð sína. Í senn er sagan draumkennd og hrollvekjandi, er óhætt að segja að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds við lestur hennar. Kjartan er 27 ára meistaranemi í bókmenntafræði.

Góða skemmtun!

Smelltu hér til að skoða rafbækur Rúnatýs. 

Advertisements

About Þorsteinn Mar

Þorsteinn Mar starfar sem vefstjóri fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Hann hefur haldið úti eigin bloggi um markaðssetningu á samfélagsmiðlum en skrifar nú hér. Þær skoðanir sem birtast í skrifum hans þurfa ekki að endurspegla skoðanir yfirmanna hans á einn eða annan hátt. View all posts by Þorsteinn Mar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: