Myrkfælni í jólapakkann

Okkur langar til að minna á hve góð jólagjöf bók er. Í raun er verið að gefa heilan heim út af fyrir sig og fátt betra á jólanótt en að sökkva sér ofan í góða bók. Hið sama gildir um smásögur, sem stundum er lítill gaumur veittur að. Að lesa góða smásögu er í engu síðra en að lesa góða skáldsögu og eflaust mætti gera meira af því að kynna þá bókmenntagrein betur, sérstaklega fyrir unglingum sem nenna kannski ekki að lesa þykkan doðrant. Myrkfælni er safn 11 hrollvekjandi smásagna, þar sem renna saman minni úr ýmsum þjóðsögum og wierd-fiction. Hið yfirnáttúrulega er ríkjandi í mörgum sögum og stutt í hrollinn. Bókin fæst í Hagkaupum og Eymundsson, kostar 2490 kr. en hana er að finna meðal kiljanna í báðum verslunum.

Úr umsögn Rithrings.is:
***
Þorsteinn Mar er hugmyndaríkur og efnilegur höfundur sem á framtíðina fyrir sér…Myrkfælni er fullkomin í sumarbústaðinn, sérstaklega þegar fer að hausta og dimma og mýsnar fara að reyna að koma sér aftur inn. Það má grípa í hana og lesa eina og eina sögu, og þar sem þær eru þeim mikla kosti gæddar að vera tímalausar á bókin eftir að eldast vel. Forðist bara að lesa hana ein.

JÞ/Rithringur

Úr umsögn á Bokmenntir.is:
 Í heildina séð varð ég ekki fyrir vonbrigðum…tekst Þorsteini hvað eftir annað að skapa verulega hrollvekjandi stemningu.
ÚD/Bokmenntir.is

Úr umsögn Morgunblaðsins:
***
Myrkfælni, hrollvekjusafn Þorsteins Mars Gunnlaugssonar, er skemmtileg nýbreytni og höfundur fer vel af stað með sinni fyrstu bók…eru flestar sögurnar vel skrifaðar, vel upp byggðar og spennuþrungnar…Í stuttu máli er Myrkfælni góð tilraun og það er ekki slæmt að lesa draugasögur í björtu, ekki síst fyrir myrkfælna.
SÞ/Morgunblaðið

Á vef Eymundsson fær bókin yfir fjórar stjörnur í umsögn lesenda.

Smelltu hér til að kaupa bókina.

Advertisements

About Þorsteinn Mar

Þorsteinn Mar starfar sem vefstjóri fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Hann hefur haldið úti eigin bloggi um markaðssetningu á samfélagsmiðlum en skrifar nú hér. Þær skoðanir sem birtast í skrifum hans þurfa ekki að endurspegla skoðanir yfirmanna hans á einn eða annan hátt. View all posts by Þorsteinn Mar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: