Ný rafbók: Heimkoma

Nú er komin ný rafbók á vefinn okkar. Um er að ræða smásögu eftir Þorstein Mar, en skáldsaga eftir hann kemur út á okkar vegum nú í vor. Smásagan sem um ræðir fjallar um mann sem snýr aftur á æskustöðvar sínar en fortíðin ásækir hann, fortíð sem hann hefur gleymt og reynt að leggja til hliðar. Umhverfi sögunnar er gotneskt og aðstæður mannsins hrollvekjandi. Sagan heitir Heimkoma.

Annars eru góðar fréttir af rafbókamálum. Við erum að ganga frá samningi við söluaðila og munum í framhaldi semja við höfunda okkar. Hugmyndin er að leggja lágmarksgjald á þær sögur sem frá okkur koma í rafbókformi, hvort sem um er að ræða smásögur eða skáldsögur. Við viljum tryggja að höfundar okkar fái greitt fyrir vinnu sína. Hingað til höfum við gefið þær rafbækur sem hér á síðunni hafa birst, en í framtíðinni langar okkur að leggja lágmarksverð á þær, smásögur á 200-400 kr. en skáldsögur á 1400-1700 kr. Við vonum að lesendur taki vel í þetta. Fátt hvetur höfund jafn mikið til dáða og fá greitt fyrir verk sín og við viljum ekki láta okkar eftir liggja.

Endilega leyfið okkur að heyra hvað ykkur finnst um þessar fyrirætlanir okkar. Allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: