Kall Cthulhu

Vinna er í fullum gangi þessa dagana við að koma nýjum bókum á prent og í rafbókaform. Við erum að fá handritin aftur úr prófarkarlestri, vinna að gerð kápa og ganga frá lausum endum er snerta alla þá þætti sem í huga þarf að hafa fyrir útgáfu sem okkar. Okkur langar hins vegar að sýna ykkur kápuna sem mun verða á Kall Cthulhu, sem inniheldur þýðingu á nokkrum sögum eftir H. P. Lovecraft. Þær sögur sem birtast í þessu safni eru: Vitnisburður Randolps Carters, Hinir guðirnir, Kettirnir í Ulthar, Kall Cthulhu og Við hugarfársins fjöll. Þessar sögur teljum við gefa ágæta mynd af Lovecraft, í safninu má finna sögur frá poeíska tímabilinu hans, dunsaníska tímabilinu og loks tvær sögur sem fjalla um Cthulhu-vættina (e. Cthulhu-Mythos).

Við ráðgerum að klára samninga við vefverslunina Skinna.is, en þar verða seldar íslenskar rafbækur. Samkvæmt vefsíðu þeirra þá stefna þeir á að opna 11. mars og erum við í óða önn að gera efni okkar klárt. Við munum bjóða þar til sölu Myrkfælni í heild sinni, sem og einstaka sögur úr þeirri bók. Einnig verður hægt að kaupa smásögur Jóhanns Þórssonar og Lovecrafts. Svo þegar nýju bækurnar koma út verður hægt að fá þær rafrænt þar einnig, að sjálfsögðu á frábæru verði.

Þannig, góðir tímar framundan og spennandi.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: