Verðlagning rafbóka

Nokkur umræða hefur myndast vegna verðlagningu rafbóka og sýnist sitt hverjum. Vinir okkar hjá veftímaritinu Nörd Norðursins báru saman verð á rafbókum og kiljum hins vegar og kom sá samanburður yfirleitt illa út fyrir rafbækur. Við hjá Rúnatýr útgáfu höfum frá því síðasta haust gefið út rafbækur, bæði þýðingar, smásögur og kafla úr væntanlegum verkum og hefur verið hægt að nálgast þær hér á síðunni endurgjaldslaust. Við ákváðum þegar Skinna.is kom til skjalana að fjarlægja þær héðan en bjóða upp á þær gegn mjög hóflegu gjaldi á þeirri síðu. Hið hóflega gjald er fyrst og fremst tilkomið vegna þess við viljum greiða listamönnunum fyrir vinnu sína, upprennandi höfundum á borð við Jóhann Þórsson og Kjartan Yngva Björnsson.

Hvað viðkemur verðlagningu á rafbókum okkar, þ.e. skáldsögum eða smásagnasöfnum, þá er það stefna okkar að bjóða upp á rafbækur sem ódýrasta kostinn. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

Í fyrsta lagi þá inniheldur rafbók ekki prentkostnað. Rafbækur eru þó ekki með öllu lausar við kostnað, því greiða þarf höfundalaun, hönnun og prófarkarlestur auk þess sem greiða þarf gjöld og skatta. Skv. samningi rithöfundasambandsins um útgáfurétt á rafbókum þá er hlutur rithöfunda stærri af sölu rafbóka.

Í öðru lagi þá eru rafbækur umhverfisvænni en kiljur. Við teljum það samfélagslega ábyrgð okkar að bjóða upp á lægra verð á rafbókum, í ljósi þessa, en þó ber að geta þess að við skiptum aðeins við umhverfisvottaðar prentsmiðjur.

Í þriðja lagi þá teljum við að neytendur séu líklegri til að dreifa ekki verkum ólöglega ef verðlagningu er stillt í hóf og afritunarvarnir séu þeim ekki til vandræða eða hamla aðgengi þeirra að góðum skáld- og smásögum.

Við hjá Rúnatý útgáfu stjórnum og tökum alfarið ábyrgð á þeim verðum sem birtast í rafbókaversluninni Skinna.is. Við setjum upp þau verð sem þar er að finna. Ef þið hafið eitthvað við verðin að athuga, ekki hika við að hafa samband við okkur, hvort sem það er hér, á Twitter eða á Facebooksíðu okkar. Eins og staðan er í dag bjóðum við smásögur allt frá 229 kr og eru dýrustu titlarnir á 1990 kr., en á því verði eru nýjustu bækur okkar, Þoka og Kall Cthulhu & fleiri hrollvekjandi sögur.

Við hlökkum til að vinna áfram og stuðla að góðri rafbókamenningu. Rúnatýr býður upp á úrval titla í rafbókaverslun Skinna.is. Endilega sjáið upp á hvaða við höfum að bjóða.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: