Vegna greinar um rafbækur í Morgunblaðinu

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. ágúst síðastliðinn er eftirfarandi haft eftir Kristjáni B. Jónassyni, formanni Félags íslenskra bókaútgefenda: ,,[Það var] kappsmál útgefenda að virðisaukaskattur á rafbókum yrði lækkaður og að almennilega yrði staðið að dreifingu bókanna og þær vistaðar í vöruhúsi eins og því sem snara.is starfrækir.”

Um leið og við hjá Rúnatý fögnum því allri umræðu um rafbækur, þá langar okkur til að benda á eftirfarandi.

Það er ekki kappsmál okkar að allir útgefendur sameinist í einu vöruhúsi, enda teljum við að slíkt þjóni ekki hagsmunum neytenda. Við munum aldrei sætta okkur við að geta ekki boðið upp á rafbækur okkar fyrir alla rafbókalesara. Við teljum að hagsmunir neytenda, krafa þeirra um gott aðgengi, ásættanlega og gegnsæa verðlagningu, vegi þyngra en mikilvægi þess að allir útgefendur standi saman í von um að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Við teljum að besta vopnið til þess sé einmitt að treysta þeim mikla meirihluta neytenda sem kaupir rafbækur og dreifir þeim ekki ólöglega og láta þá þannig ekki líða fyrir hegðun minnihlutans, rétt eins og við treystum kaupendum prentaðra titla til að ljósrita ekki bækur og dreifa þeim til vina, kunningja og ókunnugra.

Orð Kristjáns endurspegla þar af leiðandi ekki afstöðu Rúnatýs, en Rúnatýr útgáfa er ekki í Félagi íslenskra bókaútgefenda, þar sem forlagið uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til félagsmanna.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: