Fjallað um Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur í Víðsjá

Í gær var fjallað um H.  P. Lovecraft og þýðinguna á sögum hans, Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur, í Víðsjá á Rúv. Umfjöllunin var í senn afar fróðleg og skemmtileg og kom Björn Þór Vilhjálmsson inn á marga áhugaverða fleti er tengjast höfundinum sjálfum, áhrifum hans á rithöfunda 20. aldar en auk þess gagnrýndi hann þýðinguna og sagði m.a.:

Og nú hafa valdar sögur Lovecrafts birst í íslenskri þýðingu Þorsteins Mar undir nafninu Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur, en í safninu er að finna, auk titilsögunnar, þrjár stuttar sögur og eina nóvellu, sú síðastnefnda nefnist Við hugarfársins fjöll, en þessi prýðilega þýðing á titlinum, en á ensku nefnist sagan At the Mountains of Madness, gefur tóninn fyrir það sem mér sýnist, eftir að hafa borið frumtexta saman við þýðingu á nokkrum vel völdum stöðum, vera afskaplega vel unnar þýðingar.

Fyrir lítið forlag sem Rúnatý vegur þungt að fá umfjöllun sem þessa og þá sem Árni Matthíasarson birti í Morgunblaðinu. Að auka veg og efla virðingu fyrir furðusögum væri erfitt, ef ekki óhugsandi, án aðkomu fjölmiðla og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir að taka bækur okkar til rýni.

Hægt er að hlýða á umfjöllunina í heild sinni með því að smella hér.


One response to “Fjallað um Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur í Víðsjá

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: