Grein í Morgunblaðinu svarað

Við hjá Rúnatý ákváðum að svara blaðamanni vegna greinar um rafbækur, sem birt var á mbl.is um helgina. Þar var m.a. gefið í skyn að allar íslenskar rafbækur séu aðeins fáanlegar á epub-sniði. Við viljum benda á að það er ekki rétt og um sé að ræða pólitíska ákvörðun hvers forlags fyrir sig, hvort gefið sé út efni fyrir Kindle notendur eða ekki.

Komdu sæl, Anna Lilja.

Það var áhugavert að lesa grein þína um rafbækur nú um helgina á mbl.is. Mikið hefur nú þegar verið skrifað um þetta áhugaverða málefni og sýnist sitt hverjum, sérstaklega þegar kemur að verðlagningu þeirra annars vegar og hins vegar ólíka nálgun forlaga á aðgengi notenda að rafbókum.

Eins og þú bendir á í greininni eru nokkrar íslenskar rafbókaverslanir sem selja íslenska titla. Það sem kemur hins vegar ekki fram í grein þinni er að fjölmargar útgáfur gefa nú þegar út fyrir Kindle lesbrettið, við í Rúnatý á meðal þeirra. Við höfum gefið út rafbækur frá því seint á síðasta ári, í fyrstu gáfum við út smásögur í rafbókaformi á heimasíðu okkar en með tilkomu emma.is og skinna.is hafa allar okkar bækur verið fáanlegar í rafbókaformi, bæði epub og mobi (skráarsnið sem Kindle les). Við erum langt frá því eina forlagið sem gerir svo, einnig Bókabeitan, Ugla, Urður bókafélag, Vestfirska forlagið, Salka, Sögur útgáfa og svo mætti lengi telja (þetta er auðvelt að sjá með því að skoða úrval rafbóka á skinna.is og emma.is).

Amazon bannar engum að gefa út fyrir Kindle lesbrettið. Hægt er að nálgast rafbækur fyrir Kindle t.d. á vef Gutenberg project, Gutenberg.org. Hins vegar hefur Amazon gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á að taka örmarkaði inn í sína eigin vefverslun, á borð við íslenska markaðinn. Þó er íslenskum forlögum og bókaútgáfum ekkert til vanbúnaðar að gefa út bækur fyrir Kindle og selja í íslenskum rafbókaverslunum, rétt eins við minni forlögin gerum. Ef verið er að leita eftir afritunarvörn þá býður Skinna.is upp á ákveðna lausn í þeim málum. Þetta er því í raun lítið annað en geðþótta ákvörðun hvers forlags fyrir sig og mikilvægt að neytendur viti það.

Ég hvet þig eindregið til að halda áfram umfjöllun þinni um rafbækur og rafbókavæðinguna. Það er heilmargt í henni sem er afar áhugavert og þarfnast rýni fjölmiðla við.

Fyrir hönd Rúnatýs útgáfu,
Þorsteinn Mar


One response to “Grein í Morgunblaðinu svarað

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: